Í gærkvöldi lauk 4 daga strembnu þjálfaranámskeiði sem haldið var í keilusalnum á Akranesi en námskeiðið var annað stig hjá European Bowling Federation, EBF Level II. Alls eru eins og stendur þrjú stig hjá EBF en verið er að vinna að 4. stiginu á þeim bæ en þetta er í fyrsta sinn sem Level II námskeið er haldið hér á landi.
KLÍ fékk til landsins Mark Heathorn frá Englandi til að halda námskeiðið en hann er einn fárra með réttindi til að kenna það og er mikill fengur í því að fá hann til okkar. Með þessu námskeiði hefur keilusamfélagið hér tvöfaldað fjölda þjálfara með Level II gráðuna hér á landi og ljóst er að bæði félög og keilusamfélagið mun eflast til muna við fjölgun þjálfara með þessa gráðu.
Þau sem luku námskeiðinu hjá Mark voru eftirfarandi:
Frá ÍA
- Magnús Sigurjón Guðmundsson
- Sigurður Þorsteinn Guðmundsson
Frá ÍR
- Adam Pawel Blaszczak
Frá KFR
- Andri Freyr Jónsson
- Katrín Fjóla Bragadóttir
Frá Ösp
- Laufey Sigurðardóttir
- Sigurður Bjarkason
Myndir frá námskeiðinu
Mark Heathorn með Magnúsi frá ÍA með viðurkenninguna fyrir námskeiðið
Sigurður Þorsteinn með viðurkenninguna fyrir námskeiðið
Adam Pawel með viðurkenninguna fyrir námskeiðið
Andri Freyr með viðurkenninguna fyrir námskeiðið
Katrín Fjóla með viðurkenninguna fyrir námskeiðið
Laufey með viðurkenninguna fyrir námskeiðið
Sigurður með viðurkenninguna fyrir námskeiðið
Myndir frá námskeiðinu