Í gærkvöldi lauk keppni í keilu á Reykjavíkurleikunum 2022 og var það Adam Pawel Blaszczak úr ÍR frá Pólandi sem stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa lagt Hafþór Harðarson ÍR í úrslitum en sýnt var frá þeim í beinni útsendingu á RÚV2, sjá upptöku hér.
Úrslitaleikurinn var æsi spennandi milli þeirra tveggja. Hafþór Harðarson var með yfirhöndina allan leikinn fram að 10. og síðasta ramma leiksins. Hafði Hafþór möguleika á að ná 279 stigum af 300 mögulegum ef hann felldi út í síðasta ramma leiksins. Adam hafði möguleika á 256 með því að fella út. Adam náði 2 fellum af þrem mögulegum til að byrja með en Hafþór fékk 9 keilur í fyrsta kasti í 10 rammanum, skildi eftir 10 pinnan eftir sem er lengst til hægri. Hafþór hafði því enn sigurinn í höndum sér en þurfti að ná pinnanum sem eftir stóð. Hafþór missti hins vegar af honum og tapaði þar með úrslitaleiknum. Há dramatískur úrslitaleikur því staðreynd.
Úrslitin á Reykjavíkurleikunum í keilu fara þannig fram að 4 keilarar sem hafa komist í gegn um útsláttarstig mótsins eftir forkeppni mætast. Allir keppa á sama brautarparinu og dettur sá sem hefur lægsta skorið út eftir einn leik. Var það hann EJ Nenichka frá Bandaríkjunum sem féll út í fyrsta leiknum en Adam, Hafþór og Robert Anderson frá Svíþjóð sem var með þeim í úrslitunum komust áfram í leik tvö. Þar gerði Adam sér lítið fyrir og náði fullkomnum leik eða 300 stigum. Robert féll naumlega út fyrir Hafþóri. Hafþór tók síðan eins og áður segir forystuna strax í lokaleiknum en svo fór sem fór.
Eftir forkeppni keilukeppninnar var Robert Anderson með bestu seríu til að komast í útsláttarkeppnina. Robert náði 1.581 pinnum í 6 leikja seríu sem gerir 263,3 í meðaltal af hámarki 300 sem hægt er að ná. Setti hann bæði persónulegt met í 3 og 6 leikjum en eftir fyrstu þrír leikirnir hans voru 258 – 299 og 298, nánast 2 fullkomnir leikir í röð.
Bestum árangri kvenna á mótinu náði hin enska Verity Crawley sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni en hún varð í 5. sæti. Best íslenskra kvenna varð Marika K E Lönnroth en hún komst í útsláttarskref 2 af 5.
Alls tóku hátt í 100 keilarar þátt í mótinu frá alls 10 löndum. Alls voru leiknir 1.725 keiluleikir á mótinu og samtals má segja að keppt hafi verið í yfir 32 klukkutíma alls. Alls náðu 5 keilarar að leika fullkominn leik á mótinu og þar af tveir í sitt fyrsta sinn. Það voru þeir Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR hans fyrsti leikur, Einar Már Björnsson ÍR hans annar á ferlinum, Alexander Halldórsson KFR hans fyrsti, Daria Pajak frá Pólandi en hún keppir á bandarísku mótaröðinni og svo loks Adam Pawel í sjónvarpsúrslitunum.
Keilusamband Íslands KLÍ sem stóð að mótinu þakkar þátttakendum fyrir stórglæsilega spilamennsku á mótinu. KLÍ fangar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og er óhætt að segja að afmælisárið byrjar með glæsibrag. KLÍ þakkar einnig ÍTR fyrir ómetanlegan stuðning við mótið. KLÍ þakkar einnig Keiluhöllinni fyrir aðstöðuna sem var nýtt í hið ýtrasta á liðnum dögum. Starfsfólki mótsins er einnig þakkað fyrir aðkomu þeirra. Keppendum og fylgjendum þökkum við fyrir frábært mót.
Efstu 8 á mótinu í ár, frá vinstri:
- Adam Pawel ÍR
- Hafþór Harðarson ÍR
- Robert Anderson Pergamon
- EJ Nenichka Bandaríkin
- Verity Crawley England
- Jón ingi Ragnarsson KFR
- Andri Freyr Jónsson KFR (vantar á mynd)
- Skúli Freyr Sigurðsson KFR