RIG 2022 heldur áfram

Facebook
Twitter

Keppni á Reykajvik International Games 2022 heldur áfram um helgina. Skráningar í riðlana er í fullum gangi og er farið að fjölga hressilega í laugardagsriðlinum, skráning er hér.

Erlendir keppendur fara að tínast til landsins um helgina og kíkja við í Egilshöll. Allar upplýsingar um mótið eru að finna á vef þess www.rigbowling.is – Fyrirspurnir má senda á netfangið [email protected] – Allar upplýsingar um mótið í heild sinni má finna á www.rig.is en keppt er í fjölmörgum greinum á mótinu í ár.

Gildandi samkomutakmarkanir hafa því miður áhrif á þessa keppni sem og aðrar og er áhorfendabann á leikana í öllum greinum. Reynt verður að streyma frá öllum riðlum eins og hægt er og má nálgast streymin á YouTube síðu RIG Bowling.

Nýjustu fréttirnar