EBF Level II þjálfaranámskeið á Íslandi

Facebook
Twitter

KLÍ hefur ákveðið að halda EBF Level II námskeið hér á landi á næsta ári nánar tiltekið dagana 24. til 27. febrúar 2022. Til landsins kemur Mark Heathorn frá Englandi en hann er einn af aðal kennurum EBF og hefur m.a. verið yfirþjálfari breska sambandsins. Verður námskeiðið haldið í Keilusalnum á Akranesi frá fimmtudegi til sunnudags.

Vakin er athygli á því að aðeins þeir sem lokið hafa EBF Level I námskeiði og verið við þjálfun í samtals 150 klst. eru gjaldgengir á Level II. KLÍ þarf að staðfesta tíma viðkomandi en það er þá gert í samráði við yfirþjálfara félags. Einnig er vakin athygli á því að dagarnir eru nokkuð langir en þess vegna er þetta haldið frá fimmtudegi til sunnudags til að koma til móts við þátttakendur og þörf fyrir frí frá vinnu.

Verð fyrir námskeiðið er ekki alveg komið og verður sent félögum þegar það liggur fyrir á næstu dögum.

Þetta er nokkuð metnaðarfullt af okkur að kalla til landsins þjálfara fyrir Level II en um leið erum við að stórauka þjálfunarmenntun okkar fólks í íþróttinni.

Vinsamlega beinið öllum fyrirspurnum í pósti á netfangið [email protected]

Nýjustu fréttirnar