Guðmundur og Þórarinn áfram í tvímenningi á MSWC

Facebook
Twitter

Í dag léku Guðmundur Sigurðsson ÍA og Þórarinn Már Þorbjörnsson í tvímenningi á Master Super World Championship mótinu í Dubai. Gerðu þeir sér lítið fyrir og enduðu í 15. sæti og komast þar með áfram í keppninni. Léku þeir leikina 10 á 2.068 pinnum eða 206,8 meðaltal en keppt er í svokölluðu Baker fyrirkomulagi þar sem hver keppandi leikur einn ramma og svo næsti keppandi.

Efstir í keppninni eru Parker Bohn III og Bob Learn með 2.363 pinna.

Allar upplýsingar um mótið má finna hér.

Þórarinn, Guðmundur og Hörður Ingi þjálfari á góðri stund í Dubai.

Nýjustu fréttirnar