Stjórn KLÍ hefur undanfarið unnið að siðareglum fyrir sambandið. Á stjórnarfundi í gær voru þær samþykktar og því hér með birtar á vef sambandsins og tilkynning send til formanna aðildarfélaga.
Óþarfi ætti að vera að útskýra þörf siðareglna. Ljóst er að umræðu samfélagsins undanfarnar vikur og í raun missera er mikil þörf samtaka líkt og KLÍ að hafa skýrar viðmiðunarreglur varðandi samskipti okkar á milli. Grunnurinn er jú sá að koma fram að virðingu við sjálfan sig, aðra félagsmenn hvort sem það eru samherjar eða mótherjar innan félagsskaparins.
Reglur þessar verða lagðar fram á næsta Ársþingi sambandsins til umfjöllunar og samþykkis enda má líta svo á að ef Ársþing samþykkir þær þá verður samþykktin sterkari en ella.
Hér má nálgast siðareglurnar í PDF formi og þær eru auk þess komnar inn sem sér síða undir liðnum Um KLÍ.
Iðkendur innan keilunnar eru beðnir um að kynna sér þessar reglur og tileinka.