Dagur tvo á ECC hjá Gunnari Þór Ásgeirssyni

Facebook
Twitter

Eins og komið hefur fram keppir Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR á Evrópumóti landsmeistara á Krít í Grikklandi. Gunnar Þór lék seinni 8 leikja leikjablokk sína í morgun og er óhætt að segja að Gunnar Þór hafi spilað frábærlega. Hann átti þó rólega byrjun með 203 og 171 leik en þá fór boltinn að rúlla hjá honum. Næstu leikir voru 227 – 207 – 240 – 259 – 238 og að lokum 289. Samtals varð því leikjablokkin upp á 1.834 pinna eða 229,2 í meðaltal og varð hann í 3. sæti síns riðils í morgun.

Gunnar Þór er sem stendur í 4. sæti í heildarkeppninni með 3.588 pinna eða 224,2 í meðaltal en í þessum skrifuðu orðum er seinni riðillinn að keppa og eru búnir 4 leikir hjá þeim af 8. Í þessum seinni riðli er kominn annar fullkomni leikur mótsins hjá körlunum en það var Norðmaðurinn Glenn Morten Predersen sem náði honum í öðrum leik dagsins.

Konurnar hafa lokið forkeppni sinni og efst varð Mika Guldbaek frá Danmörku en hún lék leikina 16 á 3.513 pinnum eða 219,6. 16 efstu komast áfram í milliriðil og þurfti þar 182,1 í meðaltal til að ná inn.

Á morgun fer svo fram téður milliriðill og eru þá leiknir aðrir 8 leikir. Konurnar hefja leik kl. 7 að íslenskum tíma en karlarnir leika kl. 11.

Sjá má upplýsingar um mótið hér.

Nýjustu fréttirnar