Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR mun keppa á Evrópumóti landsmeistara ECC sem fram fer á Krít, Grikklandi og hefst mótið á morgun þriðjudag. Gunnar varð í 2. sæti á Íslandsmóti einstaklinga á eftir Hafþóri Harðarsyni úr ÍR en Hafþór átti ekki heiman gengt á mótið í ár og því tók Gunnar Þór hans sæti á mótinu. Þórarinn Már Þorbjörnsson verður Gunnari til halds og traust á mótinu.
Marika Lönnroth sem varð Íslandsmeistari kvenna gat heldur ekki séð sé fært að komast á mótið né heldur næstu tvær úr mótinu og því er engin íslensk kona á mótinu í ár.
Allar upplýsingar um mótið, dagskrá, úrslit og fleira má nálgast á vefsíðu þess.