Guðlaugur Valgeirsson KFR / Högänäs með 300 leik í Svíþjóð

Facebook
Twitter

Guðlaugur Valgeirsson setti í einn 300 leik á Skånemästerskapet mótinu á Skáni í Svíþjóð um liðna helgi. Er þetta mót hluti af mótaröð sem er þar í gangi en keppt var í Klippans Bowlinghall salnum sem Mattias Möller rekur á svæðinu.

Þetta er annar fullkomni leikurinn sem Guðlaugur nær í keppni en fyrst náði hann þessum áfanga í Egilshöll 4. nóvember 2012 og því alveg kominn tími á næsta fullkomna leik hjá kappanum. Greinilegt er að sænska umhverfið fer vel í okkar mann úti og vonandi er styttra í næsta fullkomna leik hjá honum.

 

Guðlaugur Valgeirsson

 

Nýjustu fréttirnar