Arnari Davíð Jónssyni úr KFR / Högänäs var á dögunum boðið að leika með franska liðinu F300 í frönsku deildinni. Reglur deildarinnar heimila hverju liði að fá einn erlendan leikmann til liðsins hverju sinni. Keppnin fer þannig fram að 10. liða deildir eru og er keppt í landskeppninni 3 helgar yfir tímabilið. Hvert lið skiptar 5 spilandi leikmönnum og er leikið allir við alla í deildinni viðkomandi keppnishelgi. Lið Arnars F300 vann 7 af 9 leikjum sínum í þessari fyrstu umferð og er í 2. sæti.
Óhætt er að segja að þetta sé mikill heiður fyrir Arnar Davíð að fá þetta boð og er hann klárlega búinn að skapa sér nafn innan evrópsku keilunnar.
Arnar Davíð Jónsson fyrir miðju með franska liðinu F300