Nú þegar deildarkeppni er komin í gang hefur borðið á því að lið eru að nýta sér þann möguleika á að gera venslasamninga innan félags. Því er fagnað að lið almennt geri þessa samninga til að létta á mannskap milli liða en vert er að benda á ákvæði reglugerðarinnar. Það ákvæði sem segir að leikmaður má leika án hindrana samtals 9 leiki áður en til takmarkanna koma það er að ekki má þá leika leikmanni í sömu leikviku, leikvika telst hefjast á laugardegi.
Vert er að benda á að þetta eru 9 leikir en ekki 9 umferðir. Leiki leikmaður sem hefur náð 9 leikjum skal skor hans núllað út sbr. sömu reglugerð. Skv. reglugerð um liðakeppni skal leikur fara fram þótt aðeins tveir leikmenn séu mættir.
Allar þessar breytingar sem gerðar voru á reglugerðum fyrir nokkru miða að því að auðvelda það að liðakeppni fari fram án mikilla tafa og tilfæringa.