Skráning liða er hafin fyrir Utandeild KLÍ veturinn 2021 til 2022. Eftir helst til leiðinleg Covid stopp er komið að því að setja Utandeildina í gang aftur með glaum og gleði en það eru liðsmenn Afrekshóps KLÍ sem sjá um deildina nú sem áður. Keppt er 1 sinni í mánuði og verða 8 lið í hverjum riðli. Mótið er kjörið tækifæri fyrir vinnustaði, vinahópa eða alla þá sem vilja hóa saman liði og hafa létt gaman af keilukeppni þar sem allir keppendur fá forgjöf til að jafna leikinn.
Skráningu má skila með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]