Senn líður að því að keppnistímabilið 2021 til 2022 hefjist. Búið er að setja niður á hvaða dögum deildirnar verða en deildarkeppnin hefst mánudaginn 20. september en þá hefja leik 2. deild kvenna ásamt 2. og 3. deildum karla. 1. deildir karla og kvenna hefja svo leik daginn eftir þriðjudaginn 21. september. Verið er að klára að setja niður leiki norðanmanna og þegar það er komið er hægt að birta deildarniðurröðun.
Stefnt er að því að Reykajvíkurmótin verði haldin laugardaginn 4. september en þá verður væntanlega forgjafarmótið og svo helgina þar á eftir laugardaginn 11. er stefnt að Opna Reykjavíkurmóti einstaklinga.
Tæknideild KLÍ er að leggja lokahönd á val olíuburða fyrir komandi tímabil og verður það tilkynnt sérstaklega hér á vefnum þegar valið kemur frá nefndinni.
Unglingakeppnirnar hefjast svo laugardaginn 2. október með Íslandsmóti unglingaliða og Meistarakeppni ungmenna hefst síðan helgina þar á eftir.
Nokkur erlend verkefni eru á dagskrá í vetur og byrja ungmenni á því að fara á EYC sem verður í Tilburg Hollandi nú í september. ECC verður síðan á Krít í október og fara Marika K E Lönnroth úr KFR, Íslandsmeistari kvenna 2021, og Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR en hann varð í 2. sæti á Íslandsmóti karla 2021. Hafþór Harðarson ÍR sem sigraði mótið á ekki heimangengt á þessum tíma og fer því Gunnar í hans stað. Í nóvember verða síðan IBF Super World Cup en þá verður keppt í karla- og kvennaflokki auk þess sem IBF World Cup Masters verður haldið en það er mót 50+ og 65+ Á síðasta heimsþingi World Bowling, fyrirrennara IBF, var samþykkt að stækka það mót og keppa í tveim flokkum sökum mikillar aukningar iðkenda í þessum aldurshópi það er 50+
Stefnt er að því að lokaumferðir deilda fari fram laugardaginn 23. apríl og að sama dag fari þá fram lokahóf KLÍ. Útslitakeppni 1. deildar karla og kvenna fer síðan fram í maí byrjun.