Á laugardaginn kemur þann 5. júní verða úrslit í Bikarkeppni KLÍ 2021. Þar keppast við í kvennaflokki lið ÍR-Buff og KFR-Valkyrjur sem áttust einnig við í úrslitum 1. deildar kvenna þar sem Valkyrjur stóðu uppi sem Íslandsmeistarar. Í karlaflokki verða það lið nýkrýndra Íslandsmeistara ÍR-PLS og lið ÍA sem eigast við. Hefst keppni kl. 10 í Keiluhöllinni Egilshöll. Eru keilarar hvattir til að mæta og hvetja sitt lið.
Klukkan 14:00 þann sama dag verður svo lokahóf / verðlaunaafhending Keilusambandsins. Fer athöfnin fram á Café Easy í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Þar verða afhent verðlaun fyrir árangur vetrarins eins og vani er að gera almennt á lokahófum KLÍ.