Úrslitakeppni 1. deildar karla heldur áfram

Facebook
Twitter

Í kvöld áttust við lið KFR-Stormsveitarinnar og ÍR-PLS í öðrum leik úrslita 1. deildar karla 2021. Nú vara það heimaleikur Stormsveitarinnar og völdu þau langa burðinn fyrir rimmuna. Staðan eftir 1. umferð var jöfn 7 stig gegn 7.

Stormsveitin stillti upp í 1. leika þeim Skúla, Gauja og Gústaf en PLS menn röðuðu upp Hafþóri, Einari og Gunnari. Leikurinn var jafn framan af en það voru PLS menn sem náðu í 3 stig gegn einu. Hafþór tapaði gegn Skúla en Gunnar og Einar sigruðu sína menn og heildina. Sama var upp á teningnum í 2. leik það er að PLS menn náðu aftur 3 stigum gegn 1. Í lokaleiknum gáfu Stormsveitarmenn ennþá meira í og spiluðu bestu seríu sína en að sama skapi náði PLS menn að halda í og fór 2 – 2. Samtals vann því PLS í kvöld 10 – 4 og er komið í 17 stig gegn 11.

Lokaleikurinn fer fram annaðkvöld í Egilshöll og hefst kl. 19. Leiknum verður streymt beint á Fésbókarsíðu KLÍ. PLS þarf 4,5 stig til að hampa titlinum en Stormsveitin þarf að ná í 10,5 stig. Fari leikar jafnt að stigum gildir hærra pinnafall. ÍR-PLS hefur valið aftur að hafa langa olíuburðinn á.

Keikir kvöldsins fóru annars svona:

Leikur 1           KFR-Storm. ÍR-PLS
Skúli Freyr 211 vs. 158 Hafþór   1 0
Guðjón 160 vs. 201 Einar   0 1
Gústaf 189 vs. 225 Gunnar   0 1
Samt. 560   584 Heild   0 1
        Samtals   1 3
Leikur 2              
Skúli Freyr 244 vs. 214 Gunnar   1 0
Mikael 191 vs. 225 Hafþór   0 1
Gústaf 180 vs. 218 Einar   0 1
Samt. 615   657 Heild   0 1
        Samtals   1 3
Leikur 3              
Skúli Freyr 245 vs. 221 Einar   1 0
Mikael 189 vs. 266 Gunnar   0 1
Gústaf 216 vs. 201 Hafþór   1 0
Samt. 650   688 Heild   0 1
        Samtals   2 2
               
2. umferð     Heild Meðaltal   Stig  
KFR-Stormsveitin   1.825 202,8   4  
ÍR-PLS     1.929 214,3   10  
               
Samtals     Umf. 1 Umf. 2   Samtals  
ÍR-PLS     7 10   17  
KFR-Stormsveitin   7 4   11  

Nýjustu fréttirnar