Skráning eldri liða til keppni 2021 til 2022

Facebook
Twitter

Bent er á að skráning eldri liða til keppni í deildarkeppni KLÍ 2021 til 2022 stendur yfir. Fyrirliðar liða ættu að hafa fengið póst frá skrifstofu KLÍ þar sem óskað er eftir því að lið skrái sig til leiks fyrir komandi mánaðarmót maí / júní. Þeir fyrirliðar sem ekki hafa fengið umræddan póst eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu KLÍ með því að senda póst á netfangið [email protected] fyrir mánaðarmótin og ganga frá skráningu.

Eins og staðan er í dag bendir ekkert annað til þess en að næsta keppnistímabil í keilu geti verið með eðlilegum hætti það er að deildarkeppni sé leikin til fulls sem og að önnur mót séu á dagksrá eins og vanalega. Nokkuð áhugaverð staða er t.d. í komandi 1. deild karla en þrjú lið af 10 verða þá með heimavöll á Akranesi og hefur það líklega ekki gerst áður í 1. deildinni. Aðrar deildir ættu að vera með svipuðum og áður.  

 

Nýjustu fréttirnar