Í kvöld lauk keppni í 2. deild kvenna og 3. deild karla veturinn 2020 til 2021.
Óþarfi ætti að vera að nefna áhrif Covid á þetta keppnistímabil öllum deildarkeppnum innan KLÍ en nú er svo komið að deildarkeppni er lokið í öllum deildum og taka við umspilsleikir um leiki á milli deilda.
Íslandsmeistarar í 3. deild karla veturinn 2020 til 2021 er lið ÍR Land.
Keppa þeir því á næsta tímabili í 2. deild karla
Leikir dagsins í 3. deildu karla voru þessir:
- ÍR-T – ÍA-C leikar fóru þannig að ÍA-C vann 10 – 4
- Ösp-Ásar – ÍR-Land leikar fóru þannig að ÍR Land vann 12 – 2
- Ösp-Goðar – ÍR-Keila.is leikar fóru þannig að ÍR-Keila.is vann 13 – 1
- ÍR-Gaurar – ÍA-B leikar fóru þannig að ÍA-B vann 9 – 5
Fyrir lokaumferðina var ÍR Land búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilin í 3. deild
ÍR T endaði í 2. sæti og spilar við ÍR Fagmann laust sæti í 2. deild sem spilaðir eru 4. og 5. maí
Leikir dagsins í 2. deild kvenna voru þessir:
- KFR-Skutlurnar – ÍA-Meyjur leikar fóru þannig að KFR-Skutlurnar unnu 10 – 4
- ÖSP-Gyðjur – ÍR-KK leikar fóru þannig að ÍR-KK vann 12,5 – 1,5
- ÍR-N – ÍR-BK leikar fóru þannig að ÍR-BK vann 9 – 5
Fyrir umferðina í kvöld var staðan þannig að 2 stig voru á milli 1. og 2. sæti þannig að búast mátti við mikilli spennu.
Staðan fyrir lokaumferð
KFR-Skutlurnar 88,5stig
ÍR-BK 86,5stig
ÍR-N 79,5stig
ÍA-Meyjur 76stig
ÖSP-Gyðjur 17stig
Eftir leiki kvöldsins að þá er það KFR Skutlurnar sem að eru Íslandsmeistarar í 2. deild kvenna
ÍR BK fer svo í umspilsleik við KFR Ásynjur um laust sæti í 1. deild kvenna sem spilað er 2. og 3. maí.
Umspilsleikir fara þannig fram að lið mætast heima og að heiman og þarf lið að ná samtals 14,5 stigum úr þeim viðureignum til að tryggja sér sætið. Er þessi breyting á reglugerð móts gerð bara á þessu tímabili vegna Covid aðstæðna og færri leikja í deildarkeppni en almennt á að vera.
Sjá nánar lokastöðu í 2. deild kvenna veturinn 2020 til 2021.
Sjá nánar lokastöðu í 3. deild karla veturinn 2020 til 2021.