ÍR-PLS eru deildarmeistarar 1. deildar karla 2021 – Lokastaðan í 1. deild

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi lauk deilda keppninni í 1. deild karla og tryggði lið ÍR-PLS sér deildarmeistaratitilinn en lokaleikur þeirra fór fram upp á Akranesi. Nokkur spenna var um hverjir tryggðu sér síðasta sætið í úrslitakeppni deildarinnar sem fer fram í næstu viku en það voru KFR-Lærlingar sem náðu 4. sætinu og munaði í lokin ekki nema 1,5 stigum á þeim og ÍR-S sem varð í 5. sæti og 2 stigum ÍR-KLS sem varð í 6. sæti.

Það kemur í hlut ÍR-L að falla í 2. deild og KR-A fer í umspil við Þór um laust sæti í deildinni næsta tímabil.

Í úrlitum munu þá fyrst mætast lið ÍR-PLS gegn KFR-Lærlingum annarsvegar og hinsvegar lið KFR-Stormsveitarinnar og ÍA.

Hér má sjá lokastöðuna í 1. deild karla þetta tímabilið.

Nýjustu fréttirnar