Undanúrslitum Bikarkeppni KLÍ 2021 er lokið – Þessi lið mætast í úrslitum

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi fóru fram undanúrslit í Bikarkeppni KLÍ 2021. Á Skaganum fór fram leikur ÍA gegn ÍR-S í karlaflokki og fóru Skagamenn með sigur af hólmi, 3 – 0. Í Egilshöll fór hinn leikur undanúrslita þar sem ÍR-PLS mætti KFR-Lærlingum í nokkuð spennandi leik. Leikurinn fór í bráðabana eftir 2 – 2 jafntefli og var skorið í öllum leikjunum mjög hátt eða vel yfir 200 í meðaltal. Í bráðabana hafði ÍR-PLS betur með 129 pinnum gegn 117 en í bráðabana í bikar eru leiknir 9. og 10. rammi.

Í kvennaflokki mættust annarsvegar KFR-Valkyrjur og ÍR-Píurnar og fór sú viðureign 3 – 0 fyrir Valkyrjum. Í hinum undanúrslitaleik kvenna mættust lið ÍR-Buff og KFR-Afturgöngurnar og fór sú viðureign sömuleiðis 3 – 0 og voru það ÍR-Buff sem unnu.

Úrslit Bikarkeppni KLÍ 2021 fara fram laugardaginn 1. maí n.k. kl. 13:30 og verður leikið í Keiluhöllinni Egilshöll.

Sjá nánar um Bikarkeppni KLÍ 2021.

Nýjustu fréttirnar