Samkvæmt reglugerð um samkomutakmarkani vegna sóttvarnarráðstafanna þá er vert að árétt og ítreka hvaða reglur um áhorfendur eiga við hjá okkur í Keilunni, sérstaklega með Keiluhöllina Egilshöll.
Áhorfendur eru leifðir með ákveðnum skilyrðum. Þau eru m.a.:
- 50 manna hámark
- Skráning á gestalista í afgreiðslu (listi geymdur í 2 vikur vegna rakningarteymis)
- 2 metra regla viðhöfð
- Grímuskylda
- Samblöndun áhorfenda og keppenda óheimil
- Veitingasala heimil í upphafi en ekki á meðan að keppni stendur
- Samgangur milli sóttvarnarhólfa í húsi óheimill á meðan keppni stendur – Fari einstaklingur milli hólfa þarf að spritta hendur
Þetta eru helstu reglur sem gilda.
Vert er að ítreka fyrir fólki að gæta vel að þessum reglum því smit eru enn að greinast hér á landi og er það okkur hjá KLÍ mikið kappsmál að koma sem mest í veg fyrir að smit berist inn í íþróttina okkar.
Munum að besta sóttvörnin er hvernig hvert og eitt okkar bregst við henni.