Í kvöld fóru fram undanúrslit og úrslit á Íslandsmóti einstaklinga í keilu en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Það voru þau Hafþór Harðarson úr ÍR sem varð Íslandsmeistari og það í 5. sinn á ferlinum og Marika Katarina E Lönnroth Keilufélagi Reykjavíkur sem varð Íslandsmeistari í 1. sinn en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir ári síðan.
Hafþór lagði félaga sinn Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR í úrslitum með 256 pinnum gegn 236 Í þriðja sæti varð Gústaf Smári Björnsson KFR. Í kvennaflokki lagði Marika hana Dagnýju Eddu Þórisdóttir KFR með 201 pinnum gegn 191 en Ástrós Pétursdóttir úr ÍR varð í þriðja sæti.
Mótið hófst á laugardaginn með forkeppni en þá voru leiknir fyrri 6 leikir af 12 í forkeppninni. Efstur eftir hana varð Gústaf Smári Björnsson KFR og efst kvenna varð Dagný Edda Þórisdóttir KFR. Að lokinni forkeppni var leikið í milliriðli og fylgdi skor leikmanna með þeim alla leið inn í úrslitin. Í undanúrslitum kepptu 8 efstu keppendur sín á milli, allir við alla og að lokum þeim voru úrslit þriggja efstu.
Frá vinstri: Dagný Edda Þórisdóttir KFR, Marika Katarina E Lönnroth KFR og Ástrós Pétursdóttir ÍR
Frá vinstri: Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR, Hafþór Harðarson ÍR og Gústaf Smári Björnsson KFR