Fyrri degi forkeppni Íslandsmóts einstaklinga 2021 lokið

Facebook
Twitter

Í dag fór fram fyrri dagurinn í forkeppni Íslandsmóts einstaklinga 2021 en að venju er keppt í Keiluhöllinni Egilshöll. Leikin var 6 leikja sería og á morgun sunnudag lýkur forkeppninni með annarri 6 leikja seríu. Alls taka þátt í ár 14 konur og 23 karlar í mótinu í ár. Samkvæmt reglugerð mótsins komast því 16 áfram úr karlaflokki í milliriðil eftir forkeppnina og 10 konur. Efstu keilarar dagsins í hvorum flokki eftir daginn í dag eru Marika Katarina E Lönnroth Keilufélagi Reykjavíkur (KFR) en hún lék leikina 6 á sléttum 1.100 pinnum eða 183,3 í meðaltal og efstur í karlaflokki er Jón Ingi Ragnarsson KFR en hann lék seríuna á 1.339 pinnum eða 223,2 í meðaltal.

Á mánudagskvöldið fer síðan fram milliriðill í keppninni en þá er leikin önnur 6 leikja sería. Eftir hana fara úrslit mótsins fram en þau verða þriðjudaginn 16. mars og hefjast kl. 19 í Keiluhöllinni en þá leika 8 efstu eftir milliriðilinn þar sem keppt er maður á mann. Að lokum fara fram úrslit í mótinu en þá eigast við þrír efstu í hvorum flokki þar sem allir þrír leika saman á einu brautarpari og dettur lægsta skorið út eftir einn leik. Tveir leika því um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga 2021.

Staðan í mótinu eftir fyrri keppnisdaginn er þessi:

Karlaflokkur

Sæti Nafn Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Mism. í 16. sæti Samtals  Mtl
1 Jón Ingi Ragnarsson KFR 267 211 257 198 212 194 279 1.339 223,2
2 Gústaf Smári Björnsson KFR 174 221 235 289 182 229 270 1.330 221,7
3 Andrés Páll Júlíusson ÍR 214 197 225 212 279 156 223 1.283 213,8
4 Skúli Freyr Sigurðsson KFR 233 222 171 214 223 210 213 1.273 212,2
5 Einar Már Björnsson ÍR 221 201 215 215 252 165 209 1.269 211,5
6 Hafþór Harðarson ÍR 185 195 197 218 237 227 199 1.259 209,8
7 Steindór Máni Björnsson ÍR 189 166 218 245 179 235 172 1.232 205,3
8 Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 256 183 197 205 188 191 160 1.220 203,3
9 Hlynur Örn Ómarsson ÍR 258 185 201 208 195 169 156 1.216 202,7
10 Þórhallur Hálfdánarson ÍR 180 208 204 199 158 223 112 1.172 195,3
11 Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 169 183 222 168 198 179 59 1.119 186,5
12 Arnar Sæbergsson ÍR 152 204 201 220 138 164 19 1.079 179,8
13 Jóhann Ársæll Atlason KFA 175 122 192 204 207 177 17 1.077 179,5
14 Magnús Sigurjón Guðmundsson ÍA 204 192 150 190 170 169 15 1.075 179,2
15 Guðmundur Sigurðsson ÍR 199 168 170 197 179 161 14 1.074 179,0
16 Mikael Aron Vilhelmsson KFR 244 167 162 163 194 130 0 1.060 176,7
17 Andri Freyr Jónsson KFR 157 168 157 154 214 193 -17 1.043 173,8
18 Kristján Þórðarson ÍR 142 179 166 200 178 178 -17 1.043 173,8
19 Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR 161 185 149 178 181 181 -25 1.035 172,5
20 Guðjón Júlíusson KFR 187 157 169 168 154 166 -59 1.001 166,8
21 Matthías Leó Sigurðsson ÍA 161 158 127 188 167 196 -63 997 166,2
22 Svavar Þór Einarsson ÍR 173 148 154 151 189 163 -82 978 163,0
23 Jóel Eiður Einarsson KFR 125 143 166 138 132 166 -190 870 145,0

Kvennaflokkur

Sæti

Nafn Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Mism. í 16. sæti Samtals  Mtl
1 Marika Katarina E. Lönnroth KFR 209 198 189 172 148 184 151 1.100 183,3
2 Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR 211 183 213 146 201 138 143 1.092 182,0
3 Ástrós Pétursdóttir ÍR 171 170 119 207 201 222 141 1.090 181,7
4 Dagný Edda Þórisdóttir KFR 162 179 183 191 162 211 139 1.088 181,3
5 Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR 204 201 172 187 137 169 1070 1.070 178,3
6 Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 160 150 186 162 159 161 29 978 163,0
7 Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR 156 188 191 151 150 137 24 973 162,2
8 Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 157 190 169 128 165 157 17 966 161,0
9 Helga Ósk Freysdóttir KFR 175 138 160 125 180 187 16 965 160,8
10 Bára Ágústsdóttir ÍR 139 169 167 161 154 159 0 949 158,2
11 Helga Sigurðardóttir KFR 169 150 152 142 134 151 -51 898 149,7
12 Jóna Gunnarsdóttir KFR 123 141 163 128 128 163 -103 846 141,0
13 Anna Kristín Óladóttir ÍR 140 109 164 121 138 153 -124 825 137,5
14 Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 124 147 85 119 174 134 -166 783 130,5

Nýjustu fréttirnar