Forkeppni keilukeppninnar á Reykjavíkurleikunum í keilu lauk í Egilshöll í kvöld. Sviptingar urðu í efstu sætunum og var skorið hátt í kvöld. Efstu keilararnir eftir forkeppnina eru Gústaf Smári Björnsson KFR en hann spilaði í kvöld 1.470 eða 245,0 í meðaltal. Annar í kvöld varð Magnús Sigurjón Guðmundsson ÍA en hann lék sömuleiðis á 1.470 pinnum en þá kemur til regla mótsins sem segir að sá sem átti hærri síðasta leik endar ofar. Magnús spilaði 215 á meðan Gústaf Smári spilaði 268. Í þriðja sæti forkeppninnar varð síðan Hafþór Harðarson ÍR sem lék sína 1.450 seríu / 241,7 í meðaltal í fyrsta riðli forkeppninnar.
Sjá má öll úrslit mótsins hér.
Efst kvenna í forkeppninni varð Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR en hún endar í 12. sæti með 1.301 seríu eða 216,8. Alls fara 32 efstu keilararnir í útsláttarkeppnina sem hefst í kvöld. Þar eigast við sæti 17 til 32 og er keppt maður á mann og þarf að vinna 2 leiki til að komast áfram í útsláttarkeppninni. Úrslitin halda síðan áfram á morgun fimmtudag og ljúka með beinni útsendingu á RÚV2 kl. 20 en þar keppa fjórir síðustu keppendurnir á mótinu um titilinn Keilumeistari Reykjavíkurleikanna 2021.
Streymt verður frá útsláttarkeppninni á Fésbókarsíðu RIG Bowling