Í ljósi ákvæða í reglugerð Heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna farsóttar um bann við keppnisíþróttum til 12. janúar 2021 er ljóst að Íslandsmóti einstaklinga 2020 er aflýst. Mótið átti upprunalega að fara fram í mars á þessu ári en hefur verið frestað ítrekað vegna samkomutakmarkanna. Nú er ljóst að tækifærin til að halda mótið í ár eru farin og í raun er stutt í að Íslandsmót einstaklinga 2021 verði.
