Stjórn KLÍ ákvað á stjórnarfundi í gær að aflýsa Íslandsmótum para og tvímennings 2020 sem og að fresta öllum deildarviðureignum fram yfir áramót. Er það gert vegna framlengingar á reglugerð um samkomutakmarkanir vegna Covid-19 til 9. desember og upplýsinga sem fram hafa komið um tillögur Sóttvarnarlæknis það sem til stóð að létta á gagnvart íþróttum en þar kom fram að keppni væri óheimil áfram.
Íslandsmóti einstaklinga 2020 er ekki aflýst um sinn þótt ljóst sé að tækifærin til að halda mótið fara minnkandi með hverjum deginum.
Vert er að taka fram að sérsambönd innan ÍSÍ ásamt forystu ÍSÍ hafa verið í miklum samræðum við yfirvöld til að reyna að koma á íþróttastarfi á landinu. Veiran heldur þó áfram að hafa mikil áhrif á daglegt líf okkar og KLÍ sem og önnur sérsambönd fara í einu og öllu eftir þeim reglum og tilmælum sem gefin eru út hverju sinni.
Frekari ákvarðanir verða teknar af stjórn KLÍ þegar tækifæri gefst til.