Guðjón Júlíusson KFR og Karitas Róbertsdóttir ÍR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga með forgjöf

Facebook
Twitter

Opna Reykjavíkurmótið í keilu hófst í gær með forgjafarmótinu. Það voru þau Guðjón Júlíusson KFR og Karitas Róbertsdóttir sem fóru með sigur af hólmi. Voru þau bæði efst eftir forkeppnina, Guðjón með 193,0 í meðaltal og Karitas með 173,8.

Guðjón vann hinn unga Tristan Mána Nínuson ÍR í úrslitaleiknum með 223 geng 209. Tristan endaði í 4. sæti forkeppninnar en vann sig alla leið upp í úrslitaleikinn með fínni spilamennsku. Í þriðja sæti varð svo Matthías Leó Sigurðsson ÍA, í því 4. varð Eiríkur Garðarsson ÍR og í því 5. varð Ásgeir Karl Gústafsson KFR.

Karitas sigraði Báru Ágústsdóttur ÍR í úrslitum með 184 gegn 169. Bára endaði í 5. sæti eftir forkeppnina og vann sig því líka alla leið í úrslitaleikinn. Í 3. sæti varð síðan Jóna Gunnarsdóttir KFR, í því 4. varð Snæfríður Telma Jónsson ÍR og í því 5. varð Helga Sigurðardóttir KFR.

Í kvöld verður svo keppnin án forgjafar þar sem Reykjavíkurmeistarar einstaklinga í karla og kvennaflokki verða krýndir. Þetta mót markar upphaf hvers keppnistímabils í keilu. Deildarkeppnin fer síðan af stað um komandi helgi.

Frá vinstri: Matthías Leó Sigurðsson ÍA, Guðjón Júlíusson KFR og Tristan Máni Nínuson ÍR

Frá vinstri: Bára Ágústsdóttir ÍR, Karitas Róbertsdóttir ÍR og Jóna Gunnarsdóttir KFR

Forkeppnin í forgjafarmótinu fór sem hér segir:

Karlar

Nafn Fél. Forgj. L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samt. Mtl. Alls Mtl. Mis. í 5.sæti
Guðjón Júlíusson KFR 7 244 155 193 175 171 178 1.116 186,0 1.158 193 35
Matthías Leó Sigurðsson KFA 19 202 180 182 157 163 156 1.040 173,3 1.154 192 31
Eiríkur Garðar Einarsson ÍR 15 133 198 217 183 129 200 1.060 176,7 1.150 192 27
Tristan Máni Nínuson ÍR 32 151 150 210 140 158 145 954 159,0 1.146 191 23
Ásgeir Karl Gústafsson KFR 34 144 131 228 128 173 115 919 153,2 1.123 187 0
Mikael Aron Vilhelmsson KFR 16 186 132 168 152 212 172 1.022 170,3 1.118 186 -5
Brynjar Lúðvíksson ÍR 6 174 178 212 200 136 169 1.069 178,2 1.105 184 -18
Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 7 194 179 148 175 173 189 1.058 176,3 1.100 183 -23
Guðmundur Sigurðsson KFA 6 167 158 197 162 153 221 1.058 176,3 1.094 182 -29
Hlynur Freyr Pétursson ÍR 19 169 177 115 154 195 164 974 162,3 1.088 181 -35
Aron Hafþórsson ÍR 23 132 147 158 176 167 163 943 157,2 1.081 180 -42
Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR 0 155 167 173 184 212 189 1.080 180,0 1.080 180 -43
Þorsteinn Már Kristinsson ÍR 23 115 152 157 170 149 194 937 156,2 1.075 179 -48
Bharat Singh ÍR 17 163 121 171 158 165 167 945 157,5 1.047 175 -76
Egill Baldursson ÍR 28 120 161 146 154 131 164 876 146,0 1.044 174 -79
Svavar Þór Einarsson ÍR 10 177 190 160 161 161 129 978 163,0 1.038 173 -85
Unnar Óli Þórsson ÍR 36 149 102 127 127 117 181 803 133,8 1.019 170 -104
Haukur Guðmundsson ÍR 46 156 141 105 106 115 102 725 120,8 1.001 167 -122

Konur

Nafn Fél Forgj. L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samt. Mtl. Alls Mtl. Mis. í 5.sæti
Karitas Róbertsdóttir ÍR 10 167 181 187 136 162 150 983 163,8 1.043 173,8 61
Jóna Gunnarsdóttir KFR 12 133 146 164 130 148 208 929 154,8 1.001 166,8 19
Snæfríður Telma Jónsson ÍR 3 156 163 171 190 159 144 983 163,8 1.001 166,8 19
Helga Sigurðardóttir KFR 2 135 158 189 139 180 180 981 163,5 993 165,5 11
Bára Ágústsdóttir ÍR 5 184 147 178 133 152 158 952 158,7 982 163,7 0
Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 8 148 126 135 183 156 157 905 150,8 953 158,8 -29
Harpa Sif Jóhannsdóttir KFR 2 181 167 145 144 150 142 929 154,8 941 156,8 -41
Halldóra Í. Ingvarsdóttir ÍR 8 127 118 170 149 141 179 884 147,3 932 155,3 -50
Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 0 135 156 157 154 160 159 921 153,5 921 153,5 -61
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR 13 120 107 154 181 112 156 830 138,3 908 151,3 -74
Helga ósk Freysdóttir KFR 2 138 146 129 152 162 166 893 148,8 905 150,8 -77
Valgerður Rún Benediktsdóttir ÍR 24 110 102 111 116 125 114 678 113,0 822 137,0 -160

Nýjustu fréttirnar