27. Ársþing KLÍ fór fram laugardaginn 22. ágúst í KR heimilinu Frostaskjóli. Vegna Covid þurfti að fresta þingi sem upprunalega átti að fara fram í maí fyrr á þessu ári.
Ekki lágu mörg mál fyrir þingi þannig að það var í styttri kantinum þetta árið. Helstu tíðindi frá þingi eru að lagabreytingar voru gerðar, sjá nánar í þinggerð.
Kjör til stjórnar fór þannig að Jóhann Ágúst Jóhannsson ÍR gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku en ekki voru aðrir í því kjöri. Hafþór Harðarson ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson KFR gáfu kost á sér til stjórnarsetu í tvö ár. Einnig þurfti að kjósa einn aðila í stjórn til eins árs til að taka sæti Unnar Vilhjálmsdóttur KFR sem sagði sig frá stjórnarstörfum í upphafi árs. Ingi Geir Sveinsson ÍA gaf kost á sér til eins árs.
Varamenn voru kjörin þau Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR, Magnús Reynisson KR og Hörður Ingi Jóhannsson ÍR.
Sjá nánar þinggerð 27. Ársþings KLÍ.