Frá 27. ársþingi KLÍ 2020

Facebook
Twitter

27. Ársþing KLÍ fór fram laugardaginn 22. ágúst í KR heimilinu Frostaskjóli. Vegna Covid þurfti að fresta þingi sem upprunalega átti að fara fram í maí fyrr á þessu ári.

Ekki lágu mörg mál fyrir þingi þannig að það var í styttri kantinum þetta árið. Helstu tíðindi frá þingi eru að lagabreytingar voru gerðar, sjá nánar í þinggerð.

Kjör til stjórnar fór þannig að Jóhann Ágúst Jóhannsson ÍR gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku en ekki voru aðrir í því kjöri. Hafþór Harðarson ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson KFR gáfu kost á sér til stjórnarsetu í tvö ár. Einnig þurfti að kjósa einn aðila í stjórn til eins árs til að taka sæti Unnar Vilhjálmsdóttur KFR sem sagði sig frá stjórnarstörfum í upphafi árs. Ingi Geir Sveinsson ÍA gaf kost á sér til eins árs.

Varamenn voru kjörin þau Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR, Magnús Reynisson KR og Hörður Ingi Jóhannsson ÍR.

Sjá nánar þinggerð 27. Ársþings KLÍ.

Þingskjöl 27. Ársþings KLÍ 2020

Ársskýrsla KLÍ 2020

Nýjustu fréttirnar