Stjórn KLÍ ræddi á fundi í gær, miðvikudaginn 15. apríl, tillögu sem lá fyrir að loka keppnistímabilinu 2019 til 2020. Formönnum aðildarfélaga var kynnt efnið strax um kvöldið og óskað eftir athugasemdum ef einhverjar væru. Boðað var til fjarfundar um málið í kvöld.
Eins og alþjóð veit þá er samkomubann í gangi og verður byrjað að slaka á því 4. maí í nokkrum 3. til 4. vikna skrefum samkvæmt tillögu sóttvarnarlæknis og Almannavarna. Noððuð óljóst er hvenær 2 metra nálægðarreglan verður felld úr gildi eða tilslökun gefin varðandi inniíþróttir. Af þeim sökum og þá helst vegna þess tíma sem er liðinn frá því við urðum að stöðva keppni þá sjáum við ekki annað fært en að fara að ákveðnu fordæmi annarra sérsambanda og loka tímabilinu eins og hægt er.
Stjórn KLÍ hefur nú ákveðið að tímabilinu 2019 til 2020 sé lokið og mót fari sem hér segir:
Íslandmót liða
Íslandsmóti liða 2019 til 2020 er hér með lokið. Núverandi staða í deildum er látin standa. Efstu lið hverrar deildar eru deildarmeistarar viðkomandi deildar. Ekki verða krýndir Íslandsmeistarar liða 2020 Þar sem úrslitakeppni getur ekki farið fram. Lið falla úr deildum og lið ávinna sér keppnisrétt í efri deildum eins og reglugerðir kveða á um.
1. deild kvenna
KFR Valkyrjur eru deildarmeistarar
ÍR BK og KFR Skutlur falla í 2. deild
2. deild kvenna
ÍR Píurnar eru deildarmeistarar og fara upp í 1. deild
KFR Ásynjur fara upp í 1. deild
1. deild karla
ÍR PLS eru deildarmeistarar
KFR Þröstur og ÍR Fagmenn falla í 2. deild
2. deild karla
KR A eru deildarmeistarar og fara upp í 1. deild
ÍR A fara upp í 1. deild
ÍR T og ÍR Keila.is falla í 3. deild
3. deild karla:
ÍR Nas eru deildarmeistarar og fara upp í 2. deild
Þór Víkingur fara upp í 2. deild
Bikarkeppni liða
Þar sem undanúrslitin voru framundan er tillaga um að fresta þeim um sinn. Þó með þeim formerkjum að klára keppnina fyrir upphaf næsta tímabils sé það hægt að öðrum kosti verður henni aflýst. Einnig er tillaga að þeir leikmenn sem voru skráðir og hafa tekið þátt í keppninni á yfirstandandi tímabili verði áfram löglegir í undanúrslitum og úrslitum óháð því í hvaða félagi/liði þeir verða tímabilið 2020 – 2021. Nýir leikmenn liða verða ekki gjaldgengir í þessum leikjum.
Íslandsmót unglingaliða
5. umferð mótsins og úrslitum er frestað um sinn með sömu formerkjum og Bikarkeppni liða. Séð verður til hvort hægt verði að klára það í lok sumars eða byrjun hausts. Þeir leikmenn sem keppt hafa á mótinu á yfirstandandi tímabili verða gjaldgengir í síðustu umferðinni.
Meistarakeppni ungmenna 2019 – 2020
5. umferð keppninnar er aflýst. Staðan í keppninni er eins og hún er eftir 4. umferð.
Íslandsmót einstaklinga
Íslandsmóti einstaklinga 2020 er frestað um sinn. RÚV hefur mikinn áhuga á að sýna frá úrslitum auk þess sem sigurvegarar öðlast þátttökurétt á ECC 2020 sem fyrirhugað er að fari fram í haust. Við teljum mikilvægt að klára þetta mót. Nánari dagsetning verður kynnt um leið og hægt er.
Næsta tímabil
Fljótlega verður farið í að kalla eftir tilkynningum liða um áframhaldandi keppni en skv. reglugerð á að tilkynna áframhaldandi þátttöku fyrir 15. maí ár hvert.
Þing 2020
Ákveðið hefur verið að boðað verði til þings í ágúst mánuði eða þegar ljóst er að 2 metra reglunni hefur verið aflétt.