Arnar Davíð Jónsson hefur lokið leik á PBA World Series of Bowling. Í gær lauk hann leik í Scorpion Championship og endaði hann þar í 80. sæti og í heildarkeppni mótsins World Championship endaði hann í 95. sæti með 203 meðaltal yfir 30 leiki.
Þó svo að Arnar hafi lokið leik á WSOB þá er hann ekki farinn þar sem hann spilar á USBC Masters risamótinu eftir rúma viku en þá bætist Hafþór Harðarson einnig í keppnislistann í mótinu.
Hægt er að skoða stöðu mótsins hér.