Arnar Davíð á PBA túrnum!

Facebook
Twitter

Arnar Davíð Jónsson er staddur þessa dagana í Las Vegas að taka þátt í atvinnumannamótaröðinni í keilu (PBA). Arnar Davíð er 2. íslendingurinn til að taka þátt í WSOB (World Series Of Bowling) og sá 3. til að spila á PBA. 

Arnar þurfti að fara í gegnum úrtökumót til að öðlast keppnisrétt á mótaröðinni. Hann fór auðveldlega í gegn með frábærri spilamennsku og endaði í 2. sæti í úrtökumótinu og fær keppnisrétt á 3 mótum sem eru hluti af WSOB. Samanlagður árangur úr þessum 3 mótum myndar svo 4. mótið sem er PBA World Championship og er eitt af risamótunum á túrnum. 

Þegar þetta er skrifað hefur Arnar lokið leik á fyrsta mótinu (Cheetah Championship) og endaði hann í 80. sæti en næsta mót hefst strax en það er Chameleon Championship. 

Hægt er að fylgjast með Arnari á Flowbowling en það þarf áskrift til að horfa á. 

Keilusamband Íslands óskar Arnari góðs gengis það sem eftir er að mótaröðinni!

Nýjustu fréttirnar