Frá Vináttuleikum í Katar – Jóhann Ársæll Atlason ÍA með 300 leik

Facebook
Twitter

Sem fyrr er ungmennalið Íslands að keppa á árlegum vináttuleikum í Doha Katar. Jóhann Ársæll Atlason ÍA spilaði fullkominn leik í gær í tvímenningskeppninni þar sem hann keppti með Steindóri Mána. Þetta er fyrsti 300 leikur Jóhanns Ársæls og það er klárt að þeir eiga eftir að vera fleiri hjá honum.

  • Þau sem eru að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu eru
  • Alexandra Kristjánsdóttir ÍR
  • Elva Rós Hannesdóttir ÍR
  • Sara Bryndís Sverrisdóttir ÍR
  • Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór
  • Hinrik Óli Gunnarsson ÍR
  • Jóhann Ársæll Atlason ÍA
  • Mikael Aron Vilhelmsson KFR
  • Steindór Máni Björnsson ÍR

Á mótinu keppa auk Íslendinga og heimamanna lið frá frændum okkar Noregi og Svíðþjóð auk landsliða Perú og Mexíkó.

Þjálfari hópsins er Skúli Freyr Sigurðsson KFR og fararstjóri og aðstoðarkona er Jónína B Magnúsdóttir ÍA.

Nýjustu fréttirnar