Dagana 25.Janúar til 2.Febrúar fer fram Evrópumót 50+ (ESC) í Austuríki.
Ísland sendi 6 keppendur á mótið í ár, Það eru:
Guðmundur Sigurðsson (ÍA)
Kristján Arne Þórðarsson (ÍR)
Freyr Bragason (KFR)
Sveinn Þrastarson (KFR)
Linda Hrönn Magnúsdóttir (ÍR)
Guðný Gunnarsdóttir (ÍR)
Þjálfari hópsins er:
Skúli Freyr Sigurðsson (KFR)
Keppnin byrjaði sunnudaginn 25.Janúar á tvímenning karla þar sem að 47 tvímenningar spila. Þar spiluðu saman Sveinn Þrastarson og Kristján Þórðarson eftir 6 leiki voru þeir með samanlagt 2355 sem að setti þá í 28.sæti. Guðmundur Sigurðsson og Freyr Bragason spiluðu samanlagt 2476 sem að setti þá í 11.sætið
Á mánudag var svo tvímenningur kvenna þar sem að 32 tvímenningar keppa. Guðný Gunnarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir spiluðu samanlagt 2091 sem að skilaði þeim 20sæti.
Í dag hófust fyrstu 3 leikirnir af 6 í liðakeppni karla sem að var spiluð þar sem að 22.lið keppa. Spiluðu þeir 2354 sem að skilaði þeim í 9.sætið.
Þegar að Karlarnir höfðu lokið leik á fyrstu 3 leikjunum að þá var komið að konunum þar sem að Ísland sendi ekki út lið í liðakeppni kvenna að þá spiluðu Linda og Guðný á braut með Sue Abela frá Möltu. Leika þær saman til að skor þeirra telji inn í all events
Keppni heldur svo áfram á morgun þar sem að seinni 3 leikirnir eru spilaðir. Það verða konurnar sem að byrja kl 8:00 og svo verða það karlarnir sem að spila kl: 12:30
Heimasíða mótsins er hér
Dagskrá mótsins er hér