Arnar Davíð Jónsson er meðal 10 efstu íþróttamanna ársins

Facebook
Twitter

Samtök íþróttafréttamanna birta í dag lista sinn í kjöri Íþróttamann ársins 2019. Arnar Davíð Jónsson er fyrstur íslenskra keilara til að komast á topp 10 listann. Laugardaginn 28. desember verður kunngjört hver er Íþróttamaður ársins en athöfnin verður í beinni útsendingu á RÚV. Arnar Davíð mun verða viðstaddur þá athöfn.

Keilusamband Íslands er afar stolt af árangri Arnars og óskar honum til hamingju með árangur ársins. Arnar hefur sannarlega beint kastljósi landans að keilu sem íþrótt.

Á Gamlársdag verður að vanda Kampavínsmót KFR. Í upphafi móts ætlar stjórn Keilusambandsins að veita Arnari viðurkenningu fyrir árangur hans á árinu sem er að líða. Við hvetjum keilara til að fjölmenna í mótið en í það minnsta láta sjá sig upp í Keiluhöllinni og heiðra Arnar með okkur.

Sjá má lista 10 efstu íþróttamanna ársins 2019 hér.

Nýjustu fréttirnar