Eftir frábæran árangur gær er dagskránni ekki lokið hjá okkar manni heldur spilar hann í World Bowling Tour Finals í dag. Arnar fékk boð í þessi úrslit sem fulltrúi Evróputúrsins (EBT) sem efsti maður styrkleikalistans. Í þessum úrslitum eru 3 efstu karlar og konur af styrkleikalista Heimsmótaraðarinnar í keilu ásamt efsta karli og konu frá Asíska, Evrópska og Ameríska svæðinu.
Í dag eru spilað svokallað Round Robin þar sem allir spila við alla. Karlar og konur spila ekki gegn hvoru öðru heldur er keppt í karlaflokki og kvennaflokki. Það eru því 6 þátttakendur sem spila 5 leiki af Round Robin og eftir það er spilaður einn leikur sem kallast Postition round, sem er síðasti séns til að spila sig inn í úrslitin, þar sem 1. sætið spilar við 2. sætið, 3. sæti við 4. sæti og 5. sæti við 6. sætið. Eftir þessa 6 leiki fara efstu 3 áfram í úrslit sem eru spiluð með stepladder fyrirkomulagi þar sem 3. sætið spilar við 2. sætið og sigurvegarinn þar mætir 1. sætinu í hreinum úrslitaleik um hver sigrar kepnnina.
Konurnar byrja daginn en svo taka karlarnir við milli 10-11 á íslenskum tíma.
Keppnin er nýfarin af stað en við munum uppfæra stöðuna hjá okkar manni á Fésbókarsíðu Keilusambandsins
Annar er hérna hlekkur á streymið.
Hér er svo hlekkur á úrslitin.