ECC dagur 1

Facebook
Twitter

ECC2019 hófst í morgun (23.okt 2019) kl 9:00 að staðartíma eða kl 6:00 á íslenskum tíma Spilaðir voru 8 leikir í dag af 16 en seinni 8.leikirnir eru spilaðir á morgun fimmtudag eftir það eru það efstu 16 sem að halda áfram og spila aðra 8 leiki. Eftir þá leiki er skorið meira niður þar sem að efstu 8 spila 4.leiki á laugardaginn og verða úrslitin spiluð eftir þann niðurskurð.

Í kvenna riðli er það Tania Yusaf frá Skotlandi sem er í 1.sæti með1732 eða 216,5 í meðaltal, Í 2.sæti er það Laura Marcham frá Englandi með 1712, eða 214 í meðaltal og spilaði hún 279 í leik 3 og 264 í leik 7. 
Í 3.sæti er það svo Joline Persson með 1695 eða 211,8 í meðaltal
Nanna Hólm Davíðsdóttir keppir fyrir Ísland á leikunum og spilaði hún 1418 eða 177,2 í morgun sem að setur hana í 27.sætið eftir fyrsta dag.
Næst spila konurnar á morgun kl 14:45 að staðartíma eða kl 11:45 á íslenskum tíma.

Karlarnir hófu svo keppni kl 14:45 að staðartíma eða kl 11:45 á íslenskum tíma.
Þar er það Anton Zelenkov með 1811 eða 226,3 í meðaltal. Náði hann að spila sig upp í 1.sætið með góðum endasprett í síðustu 3 leikjunum (251,233 og 279) 
Í 2.sæti er það Yiannis Stathos frá Grikklandi með 1767 eða 220,8 í meðaltal
Í 3.sæti er það svo Jesper Agerbo frá Danmörku með 1758 eða 219,7 í meðaltal.
Gunnar Þór Ásgeirsson spilar í karlaflokki fyrir Ísland og spilaði hann 1484 eða 185,5 í meðaltal í 30.sætið eftir fyrsta dag.

Karlarnir spila svo seinni 8 leikina kl 9:00 að staðartíma eða kl 6:00 á íslenskum tíma og konurnar kl 14:45 að staðartíma eða kl 11:45 á íslenskum tíma á morgun fimmtudag

Hægt er að finna upplysingar um mótið og beinar útsendingar í linku hér fyrir neðan

Heimasíða mótsins finnur þú hér
Beinar útsendingar eru hér

Nýjustu fréttirnar