Galli í olíuburðum

Facebook
Twitter

Í vikunni uppgötvaðist galli í 2 af 3 olíuburðum sem notaðir hafa verið í deildarkeppni KLÍ (Mercury 40 fet og Great wall of China 48 fet) en gallin var í skrá sem er sótt af heimasíðu Kegel sem býr til burðina, gallin var sá að engin olía var sett niður á brautina á leiðinni til baka þar af leiðandi vantaði mikið magn af olíu á þessa burði.

Tækninefnd hefur lagað þessa 2 burði sem um ræðir og gengið úr skugga um að í lagi sé með alla aðra burði sem notaðir verða í vetur.

Þetta þýðir að fyrir þá sem hafa spilað í þessum burðum munu þeir vera með meiri olíu frá og með deginum í dag og beygja þar af leiðandi minna.

Tækninefnd biðst afsökunar á þessu og vonum eftir góðum vetri með fjölbreyttum aðstæðum.

Nýjustu fréttirnar