sjá reglugerð um Íslandsmót para.
Forkeppni laugardaginn 5.Október kl. 09:00
Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 8 pörin halda áfram í milliriðil.
Verð í forkeppni kr. 10.500,- pr. Par
Milliriðill sunnudaginn 6.Október kl. 09:00
Spilaðir eru 6 leikir.
Efstu 2. pörin leika til úrslita strax að loknum milliriðli.
Verð í milliriðil kr. 10.000- pr. Par
Úrslit – strax að loknum milliriðli:
Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita, það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.
Sigurvegararnir hljóta titilinn
„Íslandsmeistarar para 2019″.
Olíuburður er: KRYPTON
Skráning hér
Vinsamlegast skráið nöfn beggja leikmanna:
annað sem first name og hitt sem last name.
Nú verður ekki posi á staðnum.
Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ
og senda staðfestingu á greiðslu á [email protected] eða koma með útprentun á kvittun í mótið
Keilusamband Íslands,KLÍ
Kennitala 460792-2159
0115-26-010520
Mótanefnd KLÍ
Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.