Þau Stefán Claessen úr ÍR og Marika K. E. Lönnroth KFR tryggðu sér í dag titlana Reykjavíkurmeistarar einstaklinga 2019. Reykjavíkurmótin marka upphaf keppnistímabilsins í keilu ár hvert en keppt er í karla- og kvennaflokki um titilinn. Bæði urðu þau efst eftir forkeppnina í dag og lék Marika leikina 6 í forkeppninni með 174,33 í meðaltal en Stefán varð með 224,33.
Í öðru sæti í karlaflokki varð Guðmundur Sigurðsson ÍA og í þriðja sæti varð Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR. Í öðru sæti í kvennaflokki varð Dagný Edda Þórisdóttir KFR og í þriðja sæti varð Katrín Fjóla Bragadóttir KFR. Allar eru þær liðsfélagar í liði KFR Valkyrja.
Alls tóku 31 keppendur þátt í mótinu í ár. Annaðkvöld, sunnudaginn 15. september hefst síðan keilutímabilið hjá Keilusambandinu með leik meistara meistaranna en þá eigast við í karlaflokki lið ÍR PLS sem eru Íslandsmeistarar 2019 og lið ÍA en þeir urðu í 2. sæti í bikarkeppninni. Lið KFR Grænu töffaranna sem eru Bikarmeistarar 2019 ná ekki liði í þessa keppni og því fær ÍA keppnisréttinn. Í kvennaflokki eigast við lið ÍR TT sem eru Íslandsmeistarar 2019 og lið KFR Valkyrja sem eru Bikarmeistarar 2019. Leikirnir hefjast kl. 19:00 og eins og vaninn er þá er keppt í Keiluhöllinni Egilshöll.