HM öldunga 50+ lauk í gærkvöldi að staðartíma í Las Vegas en þá var leikið til úrslita í Masters keppninni. Um síðastliðna helgi var leikið í liðakeppni þar sem íslensku keppendurnir léku annarsvegar með rússnesku keppendunum í karlaflokki en þeim ísraelsku í kvennaflokki.
Þórarinn Már Þorbjörnsson varð í 79. sæti af 159 sé tekið mið af meðaltali allra leikja einstaklinganna í keppninni með 191,06 í meðaltal. Guðmundur Sigurðsson varð í 118. sæti með 182,72 í meðaltal.
Guðný Gunnarsdóttir varð í 70. sæti af 101 keppendum í kvennaflokki með 172,94 í meðaltal og Linda Hrönn Magnúsdóttir varð í því 72. með 172, 67 í meðaltal.
Næst mót í flokki öldunga 50+ verður EM í Vín Austurríki í lok janúar á komandi ári.
Tore Torgersen frá Noregi varð efstur karla með 225,83 í meðaltal í öllum keppnum en Leanne Hulsenberg frá Bandaríkjunum varð efst kvenna með 215,67 í meðaltal.
Úrslit mótsins urðu þessi:
- Einstaklingskeppni karla – Lennie Boresch Bandaríkjunum
- Einstaklingskeppni kvenna – Yumiko Yoshida Japan
- Tvímenningur karla – Lennie Boresch og Ron Mohr Bandaríkjunum
- Tvímenningur kvenna – Leanne Hulsenberg og Tish Johnsson Bandaríkjunum
- Liðakeppni karla – Lið Bandaríkjanna
- Liðakeppni kvenna – Lið Bandaríkjanna
- Masterskeppni karla (24 meðaltalshæðstu leikmenn mótsins) – Tomas Leandersson Svíþjóð
- Masterskeppni kvenna – Leanne hulsenberg Bandaríkjunum
Lið Íslands á mótinu skipuðu þau:
- Guðmundur Sigurðsson ÍA
- Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR
- Guðný Gunnarsdóttir ÍR
- Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR
Þjálfari og fararstjóri var Jóhann Ágúst Jóhannsson
Allar upplýsingar um HM mótið má finna á vefsíðu mótsins.
Linda og Guðný með ísraelsku keppendunum í liðakeppninni
Guðmundur og Þórarinn með rússnesku keppendunum í liðakeppninni.