Einstaklingskeppni karla á Heimsmeistaramóti öldunga 50+

Facebook
Twitter

Einstaklingskeppni karla á HM öldunga 50+ var leikinn í gær, miðvikudag. Guðmundur Sigurðsson ÍA og Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR létu í fyrri riðli keppninnar. Þórarinn endaði með 1.224 pinna eða 204 í meðaltal og varð í 17. sæti í riðlinum og alls í 32. sæti þegar báðir riðlar voru búnir. Guðmundur lék leikina 6 á 1.127 pinnum eða 187,83 sem skilaði honum í 43. sæti síns riðils og alls í 87. sæti í heildarkeppninni. Alls eru 159 keppendur í karlaflokki.

Efstur í einstaklingkeppninni varð Norðmaðurinn Tore Thorgersen en hann lék leikina 6 á 1.394 pinnum eða 232,3 í meðaltal. Finninn Mika Koivuniemi eða Major Mika varð í 6. sæti og Bandaríkjamennirnir Parken Bohn III og Walter Ray Williams Jr. urðu í 8. og 43. sæti. Úrslitakeppnin fer fram í lok dags þegar konurnar hafa lokið sínum leikjum.

Í dag fimmtudag kl. 09 að staðartíma eða kl. 16 að íslenskum tíma leika þær Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR. Byrja þær á braut 26, fara svo á þessar brautir: 30 / 38 / 40 / 50 og loks 4

Þeir Guðmundur og Þórarinn leika síðan í tvímenningskeppninni í dag kl. 15:30 að staðartíma eða kl. 22:30.

Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess.

Nýjustu fréttirnar