Ísland keppir á HM öldunga 50+

Facebook
Twitter

Í dag hefst keppni á Heimsmeistaramóti öldunga – 50+ en keppni fer fram á South Point hótelinu í Las Vegas Bandaríkjunum. Ísland sendir fjóra keppendur á mótið en það eru þau Guðný Gunnarsdóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Guðmundur Sigurðsson og Þórarinn Már Þorbjörnsson. Þjálfari og fararstjóri er Jóhann Ágúst Jóhannsson. Keppni hefst í dag með því að liðin fá æfingu í salnum í olíuburðinum sem verður í mótinu en hann er WB Tokyo 42 fet. Á morgun miðvikudag hefst einstaklingskeppin og byrja karlarnir mótið en konurnar hefja keppni á fimmtudag kl. 9 að staðartíma eða kl. 16 að íslenskum tíma, 7 tíma mismunur er á Las Vegas og Íslandi. Ekki er enn ljós í hvorum riðlinum Guðmundur og Þórarinn leika en sá fyrri er kl. 9 en sá seinni kl. 13:30 að staðartíma.

Hægt er að fylgjast með keppninni á vefsíðu mótsins. Þar má sjá úrslit, lifandi skor sem og beina útsendingu á vefnum.

Mótinu lýkur svo mánudaginn 9. september.

Nýjustu fréttirnar