Á komandi keppnistímabili mun kvennaliðum á Íslandsmóti liða fjölga sem er mikið gleðiefni fyrir keiluna. Tvö ný lið bætast við í deildarkeppnina og af þeim sökum ákvað stjórn KLÍ að fjölga liðum í 1. deild kvenna á komandi tímabili til að jafna fjölda liða í deildum. Verða kvennadeildirnar báðar skipaðar 8 liðum og því verða umferðirnar þrjár í hvorri deild skv. reglugerð. Einnig ákvað stjórn að taka þá upp fyrra fyrirkomulag í úrslitakeppni 1. deildar kvenna þannig að 4 efstu lið, að lokinni deildarkeppni, keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Stjórn KLÍ samþykkti á stjórnarfundi í gær breytingu á Reglugerð um Íslandmót liða í þá veru. Verður reglugerðin uppfærð á vefnum von bráðar.
Þau lið sem fá sæti í 1. deild kvenna verða því lið ÍR BK, sem féll úr deildinni á síðasta tímabili, og KFR Skutlurnar sem varð í 2. sæti í 2. deild og keppti við KFR Afturgöngurnar um laust sæti í 1. deild.
Dagskrá komandi vetrar verður birt á næstu dögum en gert er ráð fyrir óbreyttum keppnistíma deilda í vetur.