Þær stöllur úr ÍR TT Guðný Gunnarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir enduðu í 2. sæti í tvímenningi á 28. ESBC mótinu sem fram fer í Bologna á Ítalíu. Spiluðu þær 6 leikja seríuna með 2.138
eða 178,2 í meðaltal. Þær Helga Sigurðardóttir og Bára áGústadóttir enduðu í 32. sæti í sínum flokki með 1.911 pinna eða 159,3 í meðaltal. Upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess.