Í dag hefur A landslið Íslands leik á Evrópumót karlalandsliða 2019 en leikið er í DreamBowl keilusalnum í Munchen Þýskalandi en sá salur er stærsti keilusalur Evrópu, alls 52 brautir. Mótið stendur yfir frá 12. júní og lýkur fimmtudaginn í næstu viku eða þann 20. Ísland sendir fullt lið til keppni eða 6 keppendur auk þjálfara og fararstjóra. Þeir eru:
- Andrés Páll Júlíusson ÍR
- Arnar Davíð Jónsson KFR / Hauganes Svíþjóð
- Einar Már Björnsson ÍR
- Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR
- Gústaf Smári Björnsson KFR
- Jón Ingi Ragnarsson KFR / BK Brio Svíþjóð
Þjálfari er Robert Anderson Svíþjóð og fararstjóri er Hafþór Harðarson.
Dagskrá mótsins er sem segir:
12.6. – Einstaklingskeppni
13.6. – Einstaklingskeppni – Lokaumferð og úrslit
14.6. – Tvímenningur
15.6. – Tvímenningur – Lokaumferð og úrslit
16.6. – Þrímenningur
17.6. – Þrímenningur – Lokaumferð og úrslit
18.6. – Liðakeppni 4 manna
19.6. – Liðakeppni 4 manna – Lokaumferð og úrslit
20.6. – Masterskeppni 24 efstu einstaklinga úr öllum keppnum – Úrslit
Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess. Upplýsingasíða er einnig á Fésbókarsíðu mótsins og streymt verður frá öllum viðburðum á YouTube rás. Einnig er hægt að fylgjast með niðurstöðu leikja í textalýsingu. Olíuburðinn, sem er sérhannaður fyrir mótið, má finna hér.