Úrslit AMF 2019

Facebook
Twitter
Hafþór með verðlaunin

Sunnudaginn 19. maí fór fram úrslit í AMF 2019.
Þar kepptu efstu 8 úr undankeppni frá í vetur. Spilaðar hafa verið 3 umferðir í vetur og fá efstu 12 í þeim keppnum stig til verðlauna. Þeir 8 keppendur sem að voru með flest stig úr þeim keppnum mættust svo á sunnudaginn og spiluðu round robin þar sem að allir keppa við alla. Eftir þá leiki mætast þeir sem að eru í 2. og 3. sæti og spila um það hver fær að mæta þeim sem er í 1. sæti eftir round robin. Keppa þeir um 1.sætið.
Sigurvegari mótsins vinnur sér inn keppnisrétt á næsta AMF World Cup, hótel gistingu og flug á staðinn.
Sá aðili af gagnstæða kyninu sem verður efstur/efst vinnur sér inn keppnisrétt á næsta AMF World Cup ásamt flugi og hótel gistingu.

Styrktaraðili keppninnar í ár er Keiluhöllin Egilshöll og þökkum við þeim kærlega fyrir styrkinn

Eftir 3.umferðir var staðan:
1.sæti Gunnar Þór Ásgeirsson með 23 stig
2.sæti Gústaf Smári Björnsson með 22 stig
3.sæti Hlynur Örn Ómarsson með 19 stig
4.sæti Andrés Páll Júlíusson með 12 stig
5.sæti Freyr Bragason með 12 stig
6.sæti Hafþór Harðarson með 12 stig
7.sæti Alexander Halldórsson með 12 stig
8.sæti Einar Már Björnsson með 8 stig

Eftir round robin var staðan þessi:
1.sæti Gústaf Smári Björnsson (KFR) með 1.577
2.sæti Hafþór Harðarson (ÍR) með 1.577
3.sæti Andrés Páll Júlíusson (ÍR) með 1.554
4.sæti Gunnar Þór Ásgeirsson (ÍR) með 1.512
5.sæti Hlynur Örn Ómarsson (ÍR) með 1.507
6.sæti Einar Már Björnsson (ÍR) með 1.335
7.sæti Freyr Bragason (KFR) með 1.291
8.sæti Alexander Halldórsson með 1254

Í fyrsta leik mættust 2. og 3. sætið.
Þar voru það Hafþór Harðarson og Andrés Páll Júlíusson sem að mættust.  Hafþór hafði betur 213 gegn 182 hjá Andrési.

Næst var það Gústaf Smári sem var í 1.sæti eftir round robin og Hafþór sem mættust og náði Hafþór að vinna þann leik 191 – 181.

AMF sigurvegari 2019 er Hafþór Harðarson (ÍR)
Sigurvegari kvenna er Dagný Edda Þórisdóttir (KFR)

Óskum við sigurvegurum til hamingju með árangurinn og þökkum við Keiluhöllinni stuðninginn við mótið í ár.

Nýjustu fréttirnar