Tvöfaldur KFR sigur í bikar

Facebook
Twitter

Keilufélags Reykjavíkur liðin Grænu töffararnir og Valkyrjur sigruðu í gærkvöldi í Bikarkeppni Keilusambandsins 2019.

KFR Grænu töffararnir lögðu lið ÍA með 3 vinningum gegn 1 þar sem ÍA liðið vann fyrsta leikinn á aðeins einum pinna, 565 gegn 564. Grænu töffararnir sigruðu síðan næstu leiki með 546 gegn 522, 649 gegn 593 og loks 570 gegn 533.

KFR Valkyrjur sigruðu lið ÍR SK í bráðabana en ÍR SK vann fyrsta leikinn 550 gegn 462. Valkyrjur svöruðu fyrir sig með sigri í næstu tveim leikjum 553 gegn 485 og 589 gegn 449. ÍR SK kom til baka og tryggði sér bráðabana með 461 gegn 439. Valkyrjur sigruðu hinsvegar bráðabanann örugglega með 117 gegn 82.

KFR Grænu töffararnir: Steinþór Geirdal Jóhannsson, Björn Birgisson og Björn G Sigurðsson

ÍA: Þorleifur Jón Hreiðarsson, Matthías Leó Sigurðsson og Jóhann Ársæll Atlason

KFR Valkyrjur: Hafdís Pála Jónasdóttir, Katrín Fjóla Bragadóttir, Dagný Edda Þórisdóttir og Sigurlaug Jakobsdóttir

ÍR SK: Sigrún Guðmundsdóttir, Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir og Nanna Hólm Davíðsdóttir

Nýjustu fréttirnar