Arnar Davíð í 5.sæti

Facebook
Twitter

Arnar Davíð Jónsson hafnaði í dag í 5.sæti í BrunswickEuroChallenge sem lauk í dag. Mótið er stærsta mót ársins á Evróputúrnum.

Arnar Davíð Jónsson og Gunnar Þór Ásgeirsson fóru báðir áfram í final step 1 í Brunswick Euro Challenge sem fram fór í Þýskalandi þessa helgina.
Eftir 5 leiki voru báðir inn í top16 en Gunnar lenti í vandræðum og komst því miður ekki áfram.
Hann endaði í 40.sæti. Arnar fór áfram og hélt áfram að spila vel í final step 2! Svo vel að hann var einn af þeim 8 sem komst áfram í final step 3 en 20 aðrir sátu eftir.
Arnar gerði sitt besta og var um tíma í top3 en þurfti á endanum að sætta sig við 5.sæti í þessu stærsta móti sem fram fer á Evróputúrnum ár hvert!
Eftir mótið er Arnar Davíð efstur á stigalistanum sem gefur sæti í Masternum ár hvert.

Nýjustu fréttirnar