Ásta Hlöðversdóttir, sem keppir ásamt fleirum þessa dagana á Heimsleikum Special Olympics, gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk í einstaklingskeppninni í keilu sem og að ná í bronsverðlaun í tvímenningskeppni en þar keppti hún með henni Gabríellu Oddrúnu Oddsdóttur. Ásta æfir keilu hjá Íþróttafélaginu Ösp en Öspin æfir alla þriðjudaga í Egilshöll. Fjölmargir íslenskir keppendur eru á mótinu í ár og keppa í hinum ýmsu greinum. Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra á Fésbókarsíðu Íþróttasambands fatlaðra.
Keilusambandið óskar Ástu og Gabríellu til hamingju með verðlaunin og sendir sínar bestu kveðjur út til allra íslensku keppenda á mótinu.