Í morgun fór fram 5. og síðasta umferð í Meistarakeppni ungmenna á tímabilinu 2018 til 2019. Alls tóku um 50 ungmenni þátt í mótaröðinni þetta tímabilið og er sem fyrr keppt í 5 flokkur pilta og stúlkna. Ungmenning hafa stöðugt verið að bæta sig á tímabilinu og eru margir efnilegir einstaklingar að taka sín fyrstu skref í keilu í þessari keppni. Best í dag spilaði Jóhann Ársæll Atlason ÍA í 2. flokki pilta 1.275 / 212,5 en best stúlkna spilaði Helga Ósk Freysdóttir KFR í 1. flokki stúlkna 1.053 / 175,5
Úrslit dagsins eru hér fyrir neðan. Vakin er athygli á að samkvæmt reglum KLÍ er ekki keppt til úrslita í 5. flokki. Lokastaða tímabilsins varð eftirfarandi: