Íslandsmót Öldunga 2019

Facebook
Twitter

Íslandsmót Öldunga 2019 verður haldið í Egilshöll 9 – 12.mars
Skráning er hér og lokar fyrir skráningu fimmtudaginn 7.mars kl 18:00

Reglugerð fyrir mótið má finna hér

 Íslandsmót öldunga (50 ára og eldri)

Til að hafa þátttökurétt í Íslandsmóti öldunga þarf þátttakandi að ná 50 ára aldri á því 
almanaksári sem mótið er haldið.

9 ,10 og 11 mars Forkeppni (4 leikir hvern dag)

12 mars undanúrslit og úrslit

Verð í forkeppni 13.000kr
Undanúrslit 5500kr

Nú verður ekki posi á staðnum. 
Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ 
og senda staðfestingu á greiðslu á motanefnd@kli.is eða koma með útprentun á kvittun í mótið

Keilusamband Íslands,KLÍ
Kennitala 460792-2159
0115-26-010520

Olíuburður:
WB Athens
 

Forkeppni

Allir keppendur leika 12 leiki, 
4 leiki í senn, bæði kyn spila í blönduðum hóp ef þátttaka leyfir. 
Skorið úr forkeppninni fylgir í undanúrslit og keppa 6 efstu karlar og 6 efstu konur.

 

Undanúrslit

Allir keppa við alla, einfalda umferð.

Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:

Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig

fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig

Að loknum þessum leikjum fara 2 efstu keppendurnir í úrslit.

 

Úrslit

Spiluð eru úrslit milli tveggja efstu manna/kvenna, sá/sú sem er efst að stigum fyrir úrslit

nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis

viðureignir skal útkljá með því að báðir leikmenn kasta einu kasti og sá sem fellir fleiri keilur

sigrar. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik

skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig

áfram þar til úrslit liggja fyrir. Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari öldunga.

 

Ef ekki er næg þátttaka í flokki getur Mótanefnd fellt flokkinn niður.
Miðað er við lámark 9 í flokk til að hann sé ekki feldur niður, ef ekki næst lámark í báða flokka að þá er spilað í blönduðum flokk

Nýjustu fréttirnar